Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
26.11.2008 | 12:49
Alveg að koma jól
Þá styttist verulega í jólin og er maður nú aðeins að byrja að komast í jólaskapið. Við erum mjög langt komin með gjafirnar og þá er bara að drífa sig í að pakka og senda, svona þar sem nánast allir pakkar sem við gefum fara suður, en við ætlum að sjálfsögðu ekki að fara fet um jólin, vorum að spá í að skella okkur suður, en hvar vill maður helst vera akkúrat á þessum tíma...auðvitað heima hjá sér að hafa það kósý, vildi helst hvergi annarstaðar vera, þó það væri auðvitað æðislegt að vera hjá mömmu og co, flatmaga þar í vellystingum og kruðeríi en við nennum ekki að brasa við þetta, enda vinna hjá kellunni milli jóla og nýjárs. Auðvitað er nú líka að verða tímabært að gamla settið kannski verði hjá okkur yfir hátíðarnar svona einu sinni En auðvitað hefur fólk þetta bara eins og það vill. Við erum að spá í að gefa Birki eitt stykki fjarstýrðan spiderman, allavega þá er það það eina sem hann vill í jólagjöf, er ég nú búin að spyrja hann ófáusinnum og alltaf segir grísinn að hann vilji fjarstýrðan spiderman, málið er bara það að ég veit ekkert hvar slíkt færst eða bara hreinlega hvort það fáist yfir höfuð, maður þarf kannski bara að hringja í þessar stærstu leikfangabúðir landsins og ath hvort slík mubla sé til, en ef einhver hefur hugmynd um þetta þá bara endilega láta mig vita, væri vel þegið að fá smá hjálp. Anna Karen er hins afskaplega góð móðir og vill ekkert annað en rúm eða skiptiborð svo að hann Rómeó Júlíus hennar þurfi nú ekki að sofa í vagninum sínum eitthvað mikið lengur, tja og svo þykir dömunni nú ekki mikið varið í það að skipta alltaf á honum bara á gólfinu eða brasast við það í einhverjum annarlegum stellingum í sófanum, þannig að skiptiborð eða rúm skal það vera handa henni í ár.
Jæja ekki meira í bili
góðar stundir