Hvað er að frétta!

Langt er síðan ég leit inná þessa síðu mína, já vá hef ekki skrifað staf síðan 18 júní og við erum að tala aum það að það er komin 12 okt!

 

En mig langar aðeins að ausa úr mér hér um verðin í verslun að nafni 66° norður, ágætis búlla svosem með alveg ágætustu föt, ég hef verslað þar í gegnum tíðina á okkur hjónin og börnin, ekkert reglulega en bara svona annað slagið (ég tek það fram að mér hefur aldrei þótt þessi búð ódýr) en þegar að ég labbaði þangað inn í sakleysi mínu núna áðan og var að skima eftir snjóbuxum á dóttir mína sem er nota bene ekki nema sex ára þá brá mér heldur betur illilega í brún þegar að ég sá þar mjög svo venjulegar svartar snjóbuxur með einu litlu rauðu 66° norður merki á rétt tæpar 17.000 krónur, í fyrstu hélt ég reyndar að þetta væri kannski galli s.s buxur og úlpa saman í setti en þegar ég spurði afgreiðsludömuna nánar út í þetta setti hún bara upp skrítin svip og sagði að þetta væru nú bara buxurnar, og þegar ég segi að hún hafi sett upp skrítin svip þá er ég ekki að tala um að hún hafi verið skömmustuleg yfir verðinu já nei þvert á móti, heldur var hún alveg afar hneyksluð á mér að spyrja svona fáránlega, ég átti greinilega ekkert erindi þarna inn að hennar mati yfir þessari nískulegu og aulalegu spurningu minni þannig að frökenin labbaði bara í burtu og lét sig lítið um mig varða meir.  

En það sem ég er að velta fyrir mér er það: hvernig stendur á því að hinar og þessar verslanir eru að fara á hausinn í þessari krepputíð, en svona verslanir geta haldið dampi - ég held að það sé bara ein afar einföld skíring á því og hún er ekki sú að það sé mikið verslað þarna, heldur þá er greinilega forríkur eigandi á þessum búllum.

Ekki það að það er sennilega nó að þessi verslunarkeðja selji kannski 1-2 fullorðinsúlpur á mánuði þá eru komin laun fyrir 4 starfsmenn og mjög líklega mánaðarleigan komin líka fyrir öll húsnæði búðanna.

Ég bara spyr er ég svona ferlega nísk að tíma ekki að versla þarna svona sérstaklega þar sem að ég fæ alveg jafn góðar flíkur og jafnvel betri á - tja sennilega nánast 3 sinnum lægra verði í Do Re Mí, eða eru fleiri á sömu skoðun og ég??

 

Ein alveg bit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband