Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Laugardagur

Já þá er enn ein laugadagurinn gengin í garð og ég komin á fætur kl 7.45 sú fyrsta og eina á heimilinu sem komin er til meðvitunar.  Í dag ætla ég að byrja á því að skella mér í ræktina, síðan eru það fimleikar hjá frumburðinum, eftir það matur hjá teindó, að því loknu væri ég svo alveg rosalega mikið til í að skreppa uppí Hlíðarfjall og taka allavega einn hring á gönguskíðum "spurning samt um færð þar núna" , einnig væri gaman að bruna með fjölskylduna á rúntinn til Mývatnssveitar þar sem þar fer fram snjósleðamót um helgina, en ég var svo eiginlega búin að lofa dótturinni að fara í bíó í dag, á einhverja músamynd sem er eflaust voða skemmtileg, þannig að það er í nægu að snúast á þessu heimili þessa helgina.

En jæja ætla að fara að ýta mjúklega við mínum sofandi englum, alveg komin tími á fótferð, svona ef það á að sofna á skikkanlegum tíma í kvöld Smile

með von um góða helgi hjá öllum sem ég þekki og þekki ekki Cool

P.S allls ekki gleyma að kjósa!!!!

 


Nýtt ár gengið í garð

Og jamm og já, veri velkomið árið 2009.  Alveg finnst mér ótrúlegt hvað tímanum líður, eina stundina er maður allt of ungur til að gera hitt og þetta, en örstuttu seinna þá er maður bara að nálgast það að vera komin á besta aldur, furðulegt!!  Ekki að það sé neitt slæmt, en versta við þetta allt saman er það að það eldast víst líka allir í kringum mann, þá er ég aðallega að tala um mömmur, pabba ,afa, ömmur og þess háttar, fólk sem manni hefur alltaf fundist vera eins og vill alltaf hafa eins, en eldist víst eins og við hin, og hugsunin um það að vera komin á fertugsaldurinn!! gerir það að verkum að þetta fólk er víst bara allt að verða eld æva gamalt Smile

En árið 2008 var bara alveg hreint ágætis ár hjá okkur fjölskyldunni og vorum við nú ekkert að breyta út af vana síðustu ára og fluttumst við búferlum enn eina ferðina, og þykir mörgum við flytja frekar oft, en það sem fólk skilur ekki alveg er það að mér finnst þetta svo sem ekkert slæmt, ég sit þó ekki uppi með haug af einhverju drasli sem er búið að vera inní geymslu í 100 ár ónotað og kemur aldrei til með að verða notað, ó nei ég á ekkert slíkt, það er kosturinn við að flytja annað slagið ,maður er svo duglegur að henda Smile  Ég viðurkenni það nú hins vegar fúslega að ég vona að við getum tekið okkur frí frá flutningum allavega þetta árið, en maður veit aldrei hvað gerist, það eitt mun aðeins tíminn leiða í ljós, t.d þá er leigan kominn uppúr öllu valdi hjá okkur þykir mér og veit ég ekki hversu lengi við hreynlega höldum þetta út, sérstaklega líka þar sem að það er ekki jafn mikil vinna hjá iðnaðarmanninum mínum sökum "fukkings" KREPPUNNAR, en ekkert kvart og kvein hér takk...! 

Áramótaheitið mitt þetta árið er að reyna að fara oftar suðu á bóginn til að njóta samvista við mína frábæru fjölskyldu sem ég hitti allt of sjaldan, já og svo náttúrulega missa 10 kíló fyrir næstu jól og hætta að naga neglurnar LoL

nó þvaður í bili

síja

 


Síðasta bloggið fyrir jól

Senn koma jól, er gleðjast allir saman og þá er rosa gaman Smile

Jú jú jólin eru víst á næsta leiti, og allir að hamast við að græja og gera hjá sér, en ég er svo afar heppin að ég er bara löööngu búin að öllu fyrir þessi jólin, og er þess vegna tími í það að dúllast við þrifin og dandalast með fjölskyldunni  í jólaösinni. 

Í dag verður jólateiti í vinnunni hjá mér á milli fjögur og sex, og erum það við starfsmenn hafnarinnar og hafnarstjórnin sem fáum að njóta nærveru hvers annars með bjór í annarri og tapas í hinni Cool

Svo er það bara Greifinn kl átta með mínum heitt elskaða og hans staffi, mikið rosalega verður það notalegt, og bíð ég spennt.

En jæja, ætla að fara að skella í mig einum jólabjór og skemmta liðinu.

Gleðileg jól Wink


Alveg að koma jól

Þá styttist verulega í jólin og er maður nú aðeins að byrja að komast í jólaskapið.  Við erum mjög langt komin með gjafirnar og þá er bara að drífa sig í að pakka og senda, svona þar sem nánast allir pakkar sem við gefum fara suður, en við ætlum að sjálfsögðu ekki að fara fet um jólin, vorum að spá í að skella okkur suður, en hvar vill maður helst vera akkúrat á þessum tíma...auðvitað heima hjá sér að hafa það kósý, vildi helst hvergi annarstaðar vera, þó það væri auðvitað æðislegt að vera hjá mömmu og co, flatmaga þar í vellystingum og kruðeríi Smile en við nennum ekki að brasa við þetta, enda vinna hjá kellunni milli jóla og nýjárs.  Auðvitað er nú líka að verða tímabært að gamla settið kannski verði hjá okkur yfir hátíðarnar svona einu sinni Whistling En auðvitað hefur fólk þetta bara eins og það vill.  Við erum að spá í að gefa Birki eitt stykki fjarstýrðan spiderman, allavega þá er það það eina sem hann vill í jólagjöf, er ég nú búin að spyrja hann ófáusinnum og alltaf segir grísinn að hann vilji fjarstýrðan spiderman, málið er bara það að ég veit ekkert hvar slíkt færst eða bara hreinlega hvort það fáist yfir höfuð, maður þarf kannski bara að hringja í þessar stærstu leikfangabúðir landsins og ath hvort slík mubla sé til, en ef einhver hefur hugmynd um þetta þá bara endilega láta mig vita, væri vel þegið að fá smá hjálp.  Anna Karen er hins afskaplega góð móðir og vill ekkert annað en rúm eða skiptiborð svo að hann Rómeó Júlíus hennar þurfi nú ekki að sofa í vagninum sínum eitthvað mikið lengur,  tja og svo þykir dömunni nú ekki mikið varið í það að skipta alltaf á honum bara á gólfinu eða brasast við það í einhverjum annarlegum stellingum í sófanum, þannig að skiptiborð eða rúm skal það vera handa henni í ár.

Jæja ekki meira í bili

góðar stundirSmile


Snjókorn falla á allt og alla

  Kirkjutroppur    Hlidarfjall_mars06_Pedromyn 

Já eins og sést þá er komin ansi mikill snjór hér á Akureyri , svona kannski aðeins of mikið fyrir minn smekk, en það eru ekki allir á sama máli og ég því krílin mín algjörlega elska að vera úti í þessari veðráttu Smile

                             

 

                            

 


Naglana undir TAKK

Þá er komið að því sem sennilega margir hafa beðið eftir...tatarattataaaa komin vetur!! Það er nú svosem ekkert svo ferlegt að sú tíð sé genginn í garð, allavega þá hef ég ákveðið að láta þetta ekkert pirra mig, ég er búin að vera að láta svo margt og mikið pirra mig að undanförnu að ég bara ætla að snúa við blaðinu og brosa framan í lífiðGrin er greinilega komin yfir skammdegisþunglyndið þetta árið.  Nagladekkin hafa verið dregin fram en þó ekki komin undir að svo stöddu, en það líður sennilega ekki á löngu þar til það mun gerast, sýnist og finnst á öllu að það borgi sig nú, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem HR Háll lætur á sér kræla þetta haustið og ef maður rennir yfir vikuspánna á veður.is það eru allavega engin hlýindi framundan í kortunum.  Svo er stefnan tekin á suðurlandið helgina 7-9 nóvember, þar sem á að skíra litla kútinn hennar Töru, OHHH hvað ég hlakka til að sjá hann, get varla beðiðW00t og vona ég að þau hjónaleysin nái að vera sammála um nafn á drenginn fyrir þann tíma!!!  

En jæja best að fara að halda áfram að vinna, á eftir að gera nokkra svera reikninga á einhverja gamla sem og sjóhunda og útgerðarfélög, það eru nú ekki allar konur sem eru með brúttótonnin á skipum og bátum landsins á hreinu, það er ég sko alveg viss umCool

 Góða helgi 


Enn ein helgin að ganga í garð

Og jamm og já, þá er að koma helgi enn eina ferðina, ekki það að það sé ekki alltaf gott að fá helgi jú jú mikil ósköp, heldur er það veðrið sem pirrar mig mest þessa dagana, ég bara skil ekki af hverju ég er ekki flutt af landi brott eitthvert þar sem hiti sól og sumar er allan ársins hring og maður getur flatmagað í sólinni með kokteil í hönd alla dagaW00t hmmm kannski það væri ekki svo einfalt, en það má alltaf láta sig dreymaWink, þoli ekki þetta veðurfar á Íslandinu góða, reyndar er voða gott að vera á því svona um há sumarið, en ég læt það vera þegar það er farið að dimma áður en maður er búin að vinna á daginn og ekki orðið bjart heldur þegar maður fer í vinnuna á morgnana "pirrr pirrr" snjórinn er farin að gera vart við sig, svo ég tali nú ekki um allan ansk... kuldann sem fylgir þessu hvíta drasli...brrrrr...það var sko 8 stig í mínus í morgunn þegar ég fór á fætur í morgunn hvorki meira né minnaDevil  Já og svo eru það sviptingar á fjármálamörkuðum sem taka sinn toll af manni líka um þessar mundir, hrap krónunnar er nottla alveg feikilegt og ekkert virðist ætla að stoppa hana af í sínu frjálsa falli, gengishækkunin er gríðarleg og er bílalánið mitt búið að hækka um næstum millu á einu ári, afborgunin af því búin að hækka um helming á mánuði síðan við tókum það og bensínið líka liggur viðFrown ég hreinlega held að það mætti nú alveg senda þessa blessuðu ráðherra og herrur sem eiga og þykjast vera að stjórna vorri þjóð með sóma beinustu leið til helvítis og ekki hleypa þeim þaðan út aftur, og Davíð já hann Dabbi okkar ekki veit ég hvað ætti að gera við hann annað en að láta djöfulinn nota hann sem klósettpappír.

En jæja nó af svartsýnisþvaðri í bili, og kannski best bara að fara að líta á björtu hliðarnar í lífinu, já og halda áfram að láta sig dreyma um svera kokteila, fallega sólargeisla sem ylja manni um kroppinn og bikiní sem ég sennilegast tæki mig fjandsamlega vel út í Sideways

 

Bless í bili


Það er allt að fara langleiðina til helvítis í þjóðfélaginu!!!




 
USD101,77102,21 
GBP184,13184,91 
DKK19,5119,61 
NOK17,4617,56 
SEK14,8714,93 
CHF92,3192,77 
JPY0,970,97 
CAD97,2797,69 
EUR145,53146,29 
XDR158,45159,12 

 

Ég bara spyr hvað er að gerast í þessu auma samfélagi sem við búum í?!!  Allavega þá get ég nú ekki sagt það að það sé voða hagstætt að hafa lán í erlendri mynt í dag, tja eða bara lán yfir höfuð eins og t.d bílalán, og íbúðalán sennilega margir sem sitja í djúpum út af því sem er að gerast í fjármálaheiminum um þessar mundir, svo ég tali nú ekki um alla þá sem tóku sér erlent lán til húsakaupa og eða bygginga...æi greyið þeir" ég segi ekki annað, í dag þá er ég alveg svakalega fegin því að hafa ekki dottið í þá djúpu laug að kaupa mér íbúð á 100% láni eins og var í boði á tímabili, við hjónin erum reyndar guðs lifandi fegin því að vera bara á leigumarkaði í dag, hummm já og greyið allir þeir sem endurfjármögnuðu íbúðalánin sín sitja sennilega í súpunni í dag. 

 

Það er nú sennilega alveg sama hvað maður tuðar og nöldrar yfir þessum málum það gerist ekkert!

Svona er bara því miður Ísland í dag!!!


Letilíf

Í dag er sko letidagur, ekkert að gera í vinnunni, viðbjóðslegt veður (komið eitthvað hvítt kuldalegt ógeð í toppa vaðlaheiðarinnar) BRRRR....Sick  já og svo er rigning og verulega dimmt úti núna oní þetta allt saman, úff ef maður á ekki eftir að fara beinustu leið undir teppi eftir vinnu í dag þá veit ég ekki hvað.  Þetta er víst allt að gerast svona hægt og sígandi, veturkonungur fer að ganga í garð sýnist mér, enda að koma október, vona nú samt að hann sýni okkur jarðarbúum smá vægð og haldi aðeins aftur að sér, er ekki alveg tilbúin til að takast á við harðindin straxShocking  En allavega, í gær þá komu Dagný, Ægir og co til okkar og við elduðum saman þennan líka rosalega góða kjúlla (sko aldrei neitt slor þegar Daggan er annars vegar) ó nei, en þetta var einhver uppskrift upp úr bók eftir hana Jóhönnu fréttakonu á RÚV, og ef allt er svona gómsætt í hennar bókum þá er ég nú alveg til í að skoða þær eitthvað betur, að sjálfsögðu þá var opnuð rauðvínsflaska svona í tilefni dagsinsWink alltaf hægt að finna sér tilefni til að opna svoleiðis hmmm....ekki sattSmile  það er nú reyndar eins gott að þau eru ekki að flytja til Ak þá væri maður nú sennilega ekki lengi að hlaupa í spik, ljótt ef það kæmi í fréttum einn daginn að tvær nýfeitar snarbrjálaðar kellingar voru fluttar á vog eftir að vera búnar að valda miklum usla á Akureyri uppá síðkastið með óteljandi matarveislum, sem væru flæðandi í rauðvíni og látum...ja nei held að það gangi ekki, skárra að það komi í HafnafjarðarfréttunumCool

En jæja ætli það sé ekki best að reyna að gera eitthvað gáfulegt hér, frekar asnalegt að vera bara áskrifandi af laununum sínum, þannig að ég ætla að reyna að gera eitthvað af viti hér.

Þangað til næst 

hafið það gott um helgina.....


Litli sæti frændi minn

                   20080925111927_4

Ég bara varð að setja inn eina mynd af dúllunni, vona að systir mín verði ekki spinni gal.


Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband