Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Snjókorn falla á allt og alla

  Kirkjutroppur    Hlidarfjall_mars06_Pedromyn 

Já eins og sést þá er komin ansi mikill snjór hér á Akureyri , svona kannski aðeins of mikið fyrir minn smekk, en það eru ekki allir á sama máli og ég því krílin mín algjörlega elska að vera úti í þessari veðráttu Smile

                             

 

                            

 


Naglana undir TAKK

Þá er komið að því sem sennilega margir hafa beðið eftir...tatarattataaaa komin vetur!! Það er nú svosem ekkert svo ferlegt að sú tíð sé genginn í garð, allavega þá hef ég ákveðið að láta þetta ekkert pirra mig, ég er búin að vera að láta svo margt og mikið pirra mig að undanförnu að ég bara ætla að snúa við blaðinu og brosa framan í lífiðGrin er greinilega komin yfir skammdegisþunglyndið þetta árið.  Nagladekkin hafa verið dregin fram en þó ekki komin undir að svo stöddu, en það líður sennilega ekki á löngu þar til það mun gerast, sýnist og finnst á öllu að það borgi sig nú, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem HR Háll lætur á sér kræla þetta haustið og ef maður rennir yfir vikuspánna á veður.is það eru allavega engin hlýindi framundan í kortunum.  Svo er stefnan tekin á suðurlandið helgina 7-9 nóvember, þar sem á að skíra litla kútinn hennar Töru, OHHH hvað ég hlakka til að sjá hann, get varla beðiðW00t og vona ég að þau hjónaleysin nái að vera sammála um nafn á drenginn fyrir þann tíma!!!  

En jæja best að fara að halda áfram að vinna, á eftir að gera nokkra svera reikninga á einhverja gamla sem og sjóhunda og útgerðarfélög, það eru nú ekki allar konur sem eru með brúttótonnin á skipum og bátum landsins á hreinu, það er ég sko alveg viss umCool

 Góða helgi 


Enn ein helgin að ganga í garð

Og jamm og já, þá er að koma helgi enn eina ferðina, ekki það að það sé ekki alltaf gott að fá helgi jú jú mikil ósköp, heldur er það veðrið sem pirrar mig mest þessa dagana, ég bara skil ekki af hverju ég er ekki flutt af landi brott eitthvert þar sem hiti sól og sumar er allan ársins hring og maður getur flatmagað í sólinni með kokteil í hönd alla dagaW00t hmmm kannski það væri ekki svo einfalt, en það má alltaf láta sig dreymaWink, þoli ekki þetta veðurfar á Íslandinu góða, reyndar er voða gott að vera á því svona um há sumarið, en ég læt það vera þegar það er farið að dimma áður en maður er búin að vinna á daginn og ekki orðið bjart heldur þegar maður fer í vinnuna á morgnana "pirrr pirrr" snjórinn er farin að gera vart við sig, svo ég tali nú ekki um allan ansk... kuldann sem fylgir þessu hvíta drasli...brrrrr...það var sko 8 stig í mínus í morgunn þegar ég fór á fætur í morgunn hvorki meira né minnaDevil  Já og svo eru það sviptingar á fjármálamörkuðum sem taka sinn toll af manni líka um þessar mundir, hrap krónunnar er nottla alveg feikilegt og ekkert virðist ætla að stoppa hana af í sínu frjálsa falli, gengishækkunin er gríðarleg og er bílalánið mitt búið að hækka um næstum millu á einu ári, afborgunin af því búin að hækka um helming á mánuði síðan við tókum það og bensínið líka liggur viðFrown ég hreinlega held að það mætti nú alveg senda þessa blessuðu ráðherra og herrur sem eiga og þykjast vera að stjórna vorri þjóð með sóma beinustu leið til helvítis og ekki hleypa þeim þaðan út aftur, og Davíð já hann Dabbi okkar ekki veit ég hvað ætti að gera við hann annað en að láta djöfulinn nota hann sem klósettpappír.

En jæja nó af svartsýnisþvaðri í bili, og kannski best bara að fara að líta á björtu hliðarnar í lífinu, já og halda áfram að láta sig dreyma um svera kokteila, fallega sólargeisla sem ylja manni um kroppinn og bikiní sem ég sennilegast tæki mig fjandsamlega vel út í Sideways

 

Bless í bili


Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband