14.3.2009 | 08:27
Laugardagur
Já þá er enn ein laugadagurinn gengin í garð og ég komin á fætur kl 7.45 sú fyrsta og eina á heimilinu sem komin er til meðvitunar. Í dag ætla ég að byrja á því að skella mér í ræktina, síðan eru það fimleikar hjá frumburðinum, eftir það matur hjá teindó, að því loknu væri ég svo alveg rosalega mikið til í að skreppa uppí Hlíðarfjall og taka allavega einn hring á gönguskíðum "spurning samt um færð þar núna" , einnig væri gaman að bruna með fjölskylduna á rúntinn til Mývatnssveitar þar sem þar fer fram snjósleðamót um helgina, en ég var svo eiginlega búin að lofa dótturinni að fara í bíó í dag, á einhverja músamynd sem er eflaust voða skemmtileg, þannig að það er í nægu að snúast á þessu heimili þessa helgina.
En jæja ætla að fara að ýta mjúklega við mínum sofandi englum, alveg komin tími á fótferð, svona ef það á að sofna á skikkanlegum tíma í kvöld
með von um góða helgi hjá öllum sem ég þekki og þekki ekki
P.S allls ekki gleyma að kjósa!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:30 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hressa!
Ég var einmitt líka komin á fætur hér á svipuðum tíma og þú, og var ein um það á mínu heimili.
En nú er ævintýramanneskjan ég sennilegast bara að flytja til Hafnarfjarðar!!! Ef úr því rætist þá ætla ég að skella mér í Iðnskólann.
En við sjáum hvað verður úr þessum draumi, hvort hann rætist eitthvað frekar en hinir!
Þú skemmtir þér í dag(sýnist ekki hætta á öðru).
Kv, Lauga.
Lauga (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.