16.10.2008 | 14:53
Naglana undir TAKK
Þá er komið að því sem sennilega margir hafa beðið eftir...tatarattataaaa komin vetur!! Það er nú svosem ekkert svo ferlegt að sú tíð sé genginn í garð, allavega þá hef ég ákveðið að láta þetta ekkert pirra mig, ég er búin að vera að láta svo margt og mikið pirra mig að undanförnu að ég bara ætla að snúa við blaðinu og brosa framan í lífið er greinilega komin yfir skammdegisþunglyndið þetta árið. Nagladekkin hafa verið dregin fram en þó ekki komin undir að svo stöddu, en það líður sennilega ekki á löngu þar til það mun gerast, sýnist og finnst á öllu að það borgi sig nú, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem HR Háll lætur á sér kræla þetta haustið og ef maður rennir yfir vikuspánna á veður.is það eru allavega engin hlýindi framundan í kortunum. Svo er stefnan tekin á suðurlandið helgina 7-9 nóvember, þar sem á að skíra litla kútinn hennar Töru, OHHH hvað ég hlakka til að sjá hann, get varla beðið og vona ég að þau hjónaleysin nái að vera sammála um nafn á drenginn fyrir þann tíma!!!
En jæja best að fara að halda áfram að vinna, á eftir að gera nokkra svera reikninga á einhverja gamla sem og sjóhunda og útgerðarfélög, það eru nú ekki allar konur sem eru með brúttótonnin á skipum og bátum landsins á hreinu, það er ég sko alveg viss um
Góða helgi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Athugasemdir
Nagladekk eru mikið bruðl. Mæli fremur með grófgerðu vetrarmunstri sem grípur betur. Naglarnir eru oft til vandræða og veita oft falskt öryggi.
Eiginlega ætti að leggja umhverfisgjald á öll nagladekk enda valda þau gríðarlegu tjóni á götum höfuðborgarsvæðisins.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2008 kl. 15:07
takk fyrir þessa ábendingu Mosi minn en þar sem við erum ekki á höfuðborgarsvæðinu þá þurfum við slík dekk...við búum á Akureyri:)
Bogga, 16.10.2008 kl. 15:11
Ekkert að þakka en voruð þið ekki að kafna í svifryki í fyrra?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2008 kl. 15:23
jú og erum enn held ég:) en maður þarf nú að hafa öryggið í fyrirúmi sérstaklega þegar maður er með börn og annað slíkt í bílnum með sér. Held að það hafi mælst hæðsta svifryksmengun hér á Akureyri.
Bogga, 16.10.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.