3.10.2008 | 13:00
Enn ein helgin að ganga í garð
Og jamm og já, þá er að koma helgi enn eina ferðina, ekki það að það sé ekki alltaf gott að fá helgi jú jú mikil ósköp, heldur er það veðrið sem pirrar mig mest þessa dagana, ég bara skil ekki af hverju ég er ekki flutt af landi brott eitthvert þar sem hiti sól og sumar er allan ársins hring og maður getur flatmagað í sólinni með kokteil í hönd alla daga hmmm kannski það væri ekki svo einfalt, en það má alltaf láta sig dreyma, þoli ekki þetta veðurfar á Íslandinu góða, reyndar er voða gott að vera á því svona um há sumarið, en ég læt það vera þegar það er farið að dimma áður en maður er búin að vinna á daginn og ekki orðið bjart heldur þegar maður fer í vinnuna á morgnana "pirrr pirrr" snjórinn er farin að gera vart við sig, svo ég tali nú ekki um allan ansk... kuldann sem fylgir þessu hvíta drasli...brrrrr...það var sko 8 stig í mínus í morgunn þegar ég fór á fætur í morgunn hvorki meira né minna Já og svo eru það sviptingar á fjármálamörkuðum sem taka sinn toll af manni líka um þessar mundir, hrap krónunnar er nottla alveg feikilegt og ekkert virðist ætla að stoppa hana af í sínu frjálsa falli, gengishækkunin er gríðarleg og er bílalánið mitt búið að hækka um næstum millu á einu ári, afborgunin af því búin að hækka um helming á mánuði síðan við tókum það og bensínið líka liggur við ég hreinlega held að það mætti nú alveg senda þessa blessuðu ráðherra og herrur sem eiga og þykjast vera að stjórna vorri þjóð með sóma beinustu leið til helvítis og ekki hleypa þeim þaðan út aftur, og Davíð já hann Dabbi okkar ekki veit ég hvað ætti að gera við hann annað en að láta djöfulinn nota hann sem klósettpappír.
En jæja nó af svartsýnisþvaðri í bili, og kannski best bara að fara að líta á björtu hliðarnar í lífinu, já og halda áfram að láta sig dreyma um svera kokteila, fallega sólargeisla sem ylja manni um kroppinn og bikiní sem ég sennilegast tæki mig fjandsamlega vel út í
Bless í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Af mbl.is
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha ég mundi nú ekki vilja skeina mér með honum dabba odds! hahahaha þú ert svo fyndin. Gott að geta hlegið af einhverjum á þessum síðustu og verstu!
Lauga (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:44
Sæl Bogga mín. Ég held að ég viti af hverju þetta svartsýnisraul er í þér kæra vinkona..........alltof langt síðan við hittumst hehehehe.
Magga Ösp (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:33
Ójá Magga mín held það sé algjörlega pottþétt rétt hjá þér, verðum að fara að bæta úr því:)
Bogga (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:46
Já ert þú orðin svona svartsýn? Hafðu það gott þótt kominn sért á fertugsaldurinn.
Dúna (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.