Letilíf

Í dag er sko letidagur, ekkert að gera í vinnunni, viðbjóðslegt veður (komið eitthvað hvítt kuldalegt ógeð í toppa vaðlaheiðarinnar) BRRRR....Sick  já og svo er rigning og verulega dimmt úti núna oní þetta allt saman, úff ef maður á ekki eftir að fara beinustu leið undir teppi eftir vinnu í dag þá veit ég ekki hvað.  Þetta er víst allt að gerast svona hægt og sígandi, veturkonungur fer að ganga í garð sýnist mér, enda að koma október, vona nú samt að hann sýni okkur jarðarbúum smá vægð og haldi aðeins aftur að sér, er ekki alveg tilbúin til að takast á við harðindin straxShocking  En allavega, í gær þá komu Dagný, Ægir og co til okkar og við elduðum saman þennan líka rosalega góða kjúlla (sko aldrei neitt slor þegar Daggan er annars vegar) ó nei, en þetta var einhver uppskrift upp úr bók eftir hana Jóhönnu fréttakonu á RÚV, og ef allt er svona gómsætt í hennar bókum þá er ég nú alveg til í að skoða þær eitthvað betur, að sjálfsögðu þá var opnuð rauðvínsflaska svona í tilefni dagsinsWink alltaf hægt að finna sér tilefni til að opna svoleiðis hmmm....ekki sattSmile  það er nú reyndar eins gott að þau eru ekki að flytja til Ak þá væri maður nú sennilega ekki lengi að hlaupa í spik, ljótt ef það kæmi í fréttum einn daginn að tvær nýfeitar snarbrjálaðar kellingar voru fluttar á vog eftir að vera búnar að valda miklum usla á Akureyri uppá síðkastið með óteljandi matarveislum, sem væru flæðandi í rauðvíni og látum...ja nei held að það gangi ekki, skárra að það komi í HafnafjarðarfréttunumCool

En jæja ætli það sé ekki best að reyna að gera eitthvað gáfulegt hér, frekar asnalegt að vera bara áskrifandi af laununum sínum, þannig að ég ætla að reyna að gera eitthvað af viti hér.

Þangað til næst 

hafið það gott um helgina.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og til hamingju með litla sæta frændan, og stór afmælið  á mánudaginn. Vonandi verður sólin farin að skýna aftur þá. Knús og kveðjur frá Kópaskerinu.

Dúna (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 08:21

2 identicon

Til hamingju með daginn gamla (o;

Ella (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:30

3 identicon

Bíddu bíddu, bara ennþá verið að blogga? ....hihi :)
Hélt að það hefði bara komið ein færsla og svo ekki meir. 
En herru... ekki reddari í boði með pönnsunum í dag.  Alveg glatað.  Stóð mig ekki í stykkinu.
Við kannski náum að sötra úr einni reddaraflösku saman áður en ég verð Hafnfirðingur :)
Vona að dagurinn sé búinn að vera góður og græjan virki vel..hihi :)
dúí

Beikonið (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband