Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
16.4.2009 | 10:52
Sumarblíða í loftinu
Sumarið er held ég á næsta leiti, eða vonandi allavega! veðrið úti núna er ansi gott, reyndar byrjaði þessi dagur á mikilli þoku en það er að glæðast og farið að sjást til sólar. Ég og mín fjölskylda bíðum spennt eftir sumrinu, og er planið að hafa þetta sumar ekki jafn strembið og öll hin sumrin sem við hjónin höfum átt saman, undanfarin sumur höfum við ekki sést mikið og sumarfrí er eitthvað sem hann Einsi minn veit ekki hvað er, því auðvitað er alltaf mest að gera hjá málurum á sumrin.
En þetta árið verður furðulegt hjá okkur og margt að fara að gerast t.d þá er hún Anna Karen að byrja í skóla í haust, og er mikil spenna hjá henni fyrir því, ja og okkur foreldrunum svosem líka en æi ég veit ekki þetta er jú litla stelpan okkar sem mér finnst eins og sé verið að henda ofaní ljónagryfju, en ég held að þetta séu nú bara eðlileg viðbrögð hvers foreldris sem upplifa þetta í fyrsta skiptið, en þar sem að litla dúllan er sko búin að læra að skrifa, lesa, reikna og talar útlensku reiðbrennandi að eigin sögn þá er þetta held ég ekkert áhyggjuefni
En þá er það litli snáðinn minn, hann er að fara að byrja í nýjum leikskóla sem er sök sér í lagi en við eigum nú eftir að sakna Flúða alveg ferlega mikið, frábær leikskóli þar á fer og mælum við alveg hiklaust með honum, en það er bara svo mikið þægilegra að hafa þau bæði í naustahverfinu, og þvílík þægindi að hafa þau hlið við hlið og mjög stutt frá heimilinu.
Það styttist óðum í sumarfríið og er búið að plana að það verður farið í ferðalag, vonandi að við getum farið með mömmu, Stebba, afa, ömmu og Töru og co, það væri nottla bara æði að skreppa með þeim í nokkra daga útilegu.
Kostningarnar á næsta leiti og vonandi að allir séu búnir að gera upp hug sinn og kjósi rétt, hvað svo sem það rétta er í þessu samhengi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Innlent
- Það er verið að kalla eftir okkur
- Evrópumál voru ekki til umræðu
- Tvær leiksýningar hlutu verðlaun ÖBÍ
- Höfum ákveðið að hefja viðræður
- Enginn að fara að virkja á Geysi
- Enga hættu að sjá eftir drónaflug
- Fundurinn hófst með söng: Við stöndum þétt saman
- Umboðsmaður Alþingis skoðar dvalarleyfisumsóknir
Erlent
- Þingið felldi herlög forsetans úr gildi
- Hermenn girða þinghús Suður-Kóreu af
- Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
- Synjar Musk um 7.700 milljarða kaupauka
- Skemmdir á köplum í Finnlandi óhapp
- Segja NATO-aðild Úkraínu óásættanlega
- Rannsaka skemmdir á netköplum í Finnlandi
- Grunaðir um að skipuleggja mannrán
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar