Fjögur ár

Jamm og já í dag eru liðin fjögur ár síðan við hjónin gengum í það heilaga, þessi fjögur ár hafa verið mjög góð og það má með sanni segja að þessi gjörningur hafi breytt lífi okkar til hins betra LoL  en hann Birkir okkar á einnig fjögurra ára skírnarafmæli í dag, já þessi blessaði tími er sko fljótur að líða það er ekki hægt að segja annað.

Senn líður að sumarfríi og við fjölskyldan orðin ansi spennt að komast í langþráð frí, reyndar nottla eins og öll önnur sumur þá er Einir búin að kaffæra sig í mikilli vinnu, held að það hafi aldrei verið jafn bókað hjá honum eins og núna af stórum verkum, en planið var hins vegar að vera ekki að kaffæra sig í vinnu þetta sumarið og taka lífinu með ró, en á tímum sem þessum er víst ekki hægt að slá þessu upp í kæruleysi og líta framhjá þeirri vinnu sem býðst, við megum víst vel við una að hafa bæði vinnu og það nó af henni, allavega í augnablikinu, maður veit auðvitað aldrei hvað haustið ber í skauti sér, hvort iðnaðarmaðurinn hafi jafn mikið að gera eða hvað, en ef e-hver veit um góða vinnu fyrir duglegan mann þá endilega láta vita Wink

Börnin okkar eru nú reyndar búin að taka forskot á sæluna og fóru suður til ömmu Sússu fyrr í þessum mánuði og voru hjá henni í 10 daga, lifðu það í vellystingum og dekrað var svoleiðis við þau úr öllum áttum, næstu helgi er stefnan svo tekin á suðurlandið þar sem við erum boðin í brúðkaup hjá Jónu frænku minni, það verður eflaust mikið fjör, og svo helgina eftir það þá er bara komið að sumarfríinu langþráða, þá verður stefnan aftur tekin á suðurlandið þar sem ég vonast til þess að við komumst í e-hverja smá útilegu.

Boot Campið gengur ljómandi vel og þykir mér nú reyndar verst að komast ekki í það í sumarfríinu, en ég er að hugsa um að taka nokkra tíma fyrir sunnan, allavega prufa það þar, en fyrsta námskeiðið er að klárast á morgunn og byrjar dagurinn á elite prófi sem lítur svona út

Grein
Tími
Viðmið karla
Viðmið kvenna
Hlaup
12:00
2,75 km
2,5 km
Armbeygjur
2:00
80 stk
40 stk
Sit-ups
2:00
80 stk
80 stk
Froskahopp
2:00
40 stk
40 stk
Upphífingar
--:--
8
-
Uppstig
2:00
-
100

og ætla ég að rústa þessu dæmi FootinMouth en svo endar dagurinn með partýi á Strikinu þar sem vonandi allir sjá sér fært að mæta Smile


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn í dag;) Hlakka til að sjá ykkur um næstu helgi

Tara sys (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband