Svona fór um sjóferð þá

Ef það er eitthvað sem er pottþétt í þessu lífi þá er það það að við deyjum öll fyrir rest, hvort sem það er úr banvænum sjúkdómi, slysi, ofneyslu eiturlyfja (sem því miður sumir gera) eða hárri elli sem flestir  sjá fyrir sér að þeir geri.  Frekar vil ég að svona menn sitji inn fyrir brot sín sama hvar í heiminum það er heldur en að komast upp með slíkan glæp, því ef svona smyglarar og dópistar komast inn í landið með þessi efni þá eru það ekki þeir fullorðnu sem ég hef áhyggjur af ó nei, því að þessir ræflar notfæra sér það auðvitað að ráðast á garðinn þar sem að hann er lægstur og veigra sér ekki við að bjóða ungum krökkum uppá einn skammt eða svo bara til að þau komist örugglega á bragðið sem allra allra fyrst, og því miður þá eru til veikir einstaklingar inná milli sem ánetjast þessum efnum, maður hefur nú ekki svo sjaldan heyrt um það að þessir ræflar sitji um skólabörn og unglinga, koma þeim sem yngstum inní þennan djöfullega örlagahring fíkniefnanna svo að þeir sjálfir geti haft það gott í framtíðinni, rúntað um á dýrum bílum með hanskahólfið stappað af seðlum, afsagaða í skottinu og kylfu milli sætanna, og stjórna hringiðju eiturefnanna með harðri hendi!!

Já nei takk, mín persónulega skoðun á þessu máli og öðrum slíkum er að það er eins gott að taka hart á þessu fólki, því það er akkúrat þetta fólk sem setur börnin okkar í hættu og það viljum við að sjálfsögðu ekki!! 


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo áður en þú veist af eru börnin sem þú vilt svo gjarnan vernda og verða fíkniefnunum að bráð sjálf orðin burðardýr sem eru þvinguð til að smygla inn dópi frá Brasilíu til að borga fyrir skuldir eða verða drepin ella. Og þá hættir þú allt í einu að vorkenna þessum fórnarlömbum eiturlyfjanna og krefst þess að þau fái að dúsa í vítisholu sem Mannúðarsamtök um allan heim hafa fordæmt.

Það er erfitt að sjá hvar hringurinn opnast og hvar hann lokast, en þú virðist ekki átta þig á því að maðurinn sem þú talar gegn af svo mikilli heift er líka veiki einstaklingurinn, fórnarlambið sem þú talar um af samúð. Hvenær hætta börnin að verða saklaus fórnarlömb vondra dópsala, og byrja sjálf að verða vondu dópsalarnir? Og á hvaða tímapunkti í þessum ferli hætta þau að eiga skilið mannúðlega meðferð?

Þar með er ekki sagt að hann, og aðrir fíklar sem gerast burðardýr, eigi ekki að sæta refsingu. Það er hinsvegar ekkert réttlæti í því fólgið að hann taki út þessa refsingu á stað sem er ekki nokkrum manni bjóðandi, sama af hvaða þjóðerni er að hvaða glæp hann hefur framið.

Una (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:03

2 identicon

HEYR HEYR!

Ég er hjartanlega sammála þér í þessu! Endar því miður of oft þannig að þessu fólki er vorkennt! Hvað á það að þíða!!??? Helvítis skíta pakk!

Lauga (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:04

3 identicon

já hver veit nema mín börn leiðist út í slíkt rugl sem ég að sjálfsögðu vona ekki, og það er ég ekki að segja að sé ómögulegt, en mér þykir svosem ekkert að því að reyna að sporna við því að það gerist og er ég ekki að dæma þennan eina einstakling endilega, það vildi bara svo illa til fyrir hann að þurfti að taka á sig þetta þunga högg í þetta sinn, og já veit ég vel að hann á fjölskyldu sem að sjálfsögðu vill hann heim, það mundi ég vilja líka ef þetta væri mitt barn, málið er bar það að kannski er hann ekkert fórnarlamb sem gerði þetta ekki af fúsum og frjálsum vilja og það efast ég um, því að þetta segja þeir allir þar til það kemur í ljós að. 

Síðan er það að sjálfsögðu fórnarlambsins (eins og þú telur þennan einstakling vera) að gera sér grein fyrir því áður en lagt er í svona helför að þessi hætta er fyrir hendi, dööö það komast sem betur fer ekki allir í gegn með fullt rassgat af eiturlyfjum... sem betur fer segi ég en það eru greinilega sumir sem vilja standa upp fyrir málstað sem þessum og vera svo heimskir að upphefja þetta lið með því að líta á það sem píslavætti og fórnarlömb.

Og kannski að ég hugsi svona líka ef að ég verð e-hvern tímanfyrir því óláni að börnin mín eða e-hver nátengdur mér gerir slíkt, en þangað til þá er þetta og verður mín skoðun á svona málefnum.

Bogga (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:39

4 identicon

Það er algengur misskilningur að dópsalar gefi krökkum dóp til að koma þau á bragðið. Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Dópsalar hér á Íslandi standa ekki í því að fara útá skólalóð og ota eitri að börnum ykkar, það gerist bara í bíómyndum. Salar hér á Íslandi þurfa þess einfaldlega ekki, eftirspurnin er svo mikil. Salar sem selja kókaín vilja ekki börn í sinn kúnnahóp. Þeir vilja fullorðna einstaklinga sem eiga pening. Kókaín er nú einu sinni dýrasta dópið og í rauninni bara ríkramanna luxus. Þeir sem kenna dópsölum um að barnið þeirra er í neyslu ætti sjálfkrafa að líta á Ragnar sem eitt fórnarlambanna líka. 

Þetta sem kom fyrir Ragnar er mjööög þekkt dæmi í undirheimunum. Það fer enginn í svona för bara til að græða smá pening. Ef þú myndir vilja barnið þitt heim ef það lenti í svona aðstæðum,hvernig geturu þá ekki vilja Ragnar heim?? Það að hann hefði hugsanlega kannski gert þetta af fúsum og frjálsum vilja er bara ekki nógu góð ástæða. Allir eiga skilið að njóta vafans. Og hvað ef hann hefur í alvörunni verið hótað að hann og fjölskylda hans myndu finna verulega fyrir því færi hann ekki út, hvað muntu þá hugsa eftir að hann er búinn að dúsa þarna í 10 ár kannksi? bara æjjæjj úps! ?

ValaH (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband