18.3.2009 | 10:09
Nú! ertu sekur um eitthvað?
Þessi maður er eitt það mesta viðundur sem um getur!
Rudolf Mayer, verjandi Fritzl, sagði hins vegar að umbjóðandi sinn væri maður en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis, er bara ekki allt í lagi heima hjá gaurnum? ef þessi Josef Fritzl er ekki skrímsli þá skal ég hundur heita, það er ekkert annað en hneyksli að setja svona vitleysu út úr sér í návist annarra og ætlast til þessa að fá góðan hljómgrunn, maðurinn hlýtur að hafa verið með óráði ég segi ekki annað.
Fritzl játar sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innilega sammála þér .Þvílíkt bull í Rudolfi.
Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:23
Það er ju því miður starf lögfræðingsins að berjast fyrir rétti Fritzl þótt manni finnist Fritzl ekki eiga að fá nein minnstu réttindi.
Það sem mér finnst asnalegt er að hann getur í það HÆSTA fengið 20 ára dóm en kvaldi dóttur sína í 24 ár! Hann ætti bara sjálfkrafa að fá 24 ár og síðan meira fyrir allt sem hann hefur gert henni.
Iris (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:37
Mjög sammála algjört bull og vitleysa, en samt sem áður þá er hann skipaður verjandi skrímslisins og ber að verja hann, hann er svo sem bara að sinna sínum starfsskyldum sem verjandi. Það eiga líka allir rétt á réttlátri málsmeðferð burt séð frá því hvort að hann sé skrímsli eða ekki. Ég held að vörnin breyti svo sem litlu maðurinn mun sitja inni til dauðadags hann er nú 74 ára gamall. Ég þekki svo sem ekki lögin í Austurríki, (þ.e.a.s hvort ákæra megi fyrir sama glæp 2 eða ekki ) en allavega verða réttarhöldin ekki dæmd ógild á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar sinni verjandi starfsskyldum sínum. Lögfræðingar eru líka manneskjur, ég efast ekki um að verjanda hans blöskri jafnmikið og öðrum yfir gjörðum hans. Það er bara gott að þessi verjandi lagði það á sig að taka þetta mál að sér, enda myndi það eflaust ná að tefja réttarhöldin mikið myndi enginn taka þetta að sér, og þá myndi martröð fjölskyldunnar enda seinna, en þau ná eflaust ekki að ná sér upp úr þessum hryllingi fyrr en réttarhöldin eru búin (ef að þau ná þá einhvertímann að vinna sig upp úr þessu að einhverju leyti)
Solla Bolla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:39
Já vissulega er það hans hlutverk að verja hann, en ég bara skil ekki hvernig maðurinn fær sig til að segja þetta, mig mundi svíða í sektarkenndinni af að láta þetta út úr mér, en jú sammála þetta er hans að verja mann fíflið.
Bogga (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:45
Þetta er ekki rétt Íris fyrir morðákæruna getur hann fengið ævilangt fangelsi, hef ekki heyrt þetta með 20 ára dóm í mesta lagi, ákæran er í mörgum liðum, kannski fyrir einhvern einn lið 20 ár og fyrir aðra liði einhver ár. Hann er ákærður fyrir frelsissviptingu, nauðganir, sifjaspell, þrælahald, morð, alvarlegar árásir, við hvern lið er einhver ákveðin svokallaður refsirammi. Þannig að e.f.t.v getur hann fengið 20 ár fyrir nauðganir svo t.d 5 ár fyrir sifjaspell osfrv... Vonandi verður skrímslið bara langlíft og eyðir restinni af sínu langlífi í einangrun, enda þorir hann ekki örðu en að vera í einangrun þar sem að hann óttast líf sitt innan um aðra fanga
Solla Bolla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:46
Sammála því Bogga, verjandinn er nú bara hetja í mínum augum að geta látið slíkt út úr sér og leggja á sig gagnrýni frá almenningi fyrir að verja hann, en hann hefur sætt þvílíkri gagnrýni í Austurríki fyrir það . Eflaust hefur verjandinn ráðlagt honum að játa alla ákæruliðina eftir að hafa séð vitnisburð dóttur hans, enda gera menn ekki slíkt nema í samráði við verjanda. Fritzl er skrímsli en ég held að það sé ekki hægt að segja það sama um verjandann
Solla Bolla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:00
já aumingja maðurinn hefur sennilega ekki átt sjö dagana sæla eftir að hafa sagt þetta. Og vafalaust verður aumingja maðurinn mjög svo fegin þegar hann er laus við þetta mál. En það er ég viss um að hann Fritzl velur það frekar að sitja inni en að ganga laus!
Bogga (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:14
Og þó, ef hann yrði laus myndi hann örugglega flytja til Thailands að finna sér smástráka (hefur jú farið þangað áður í þeim tilgangi) Bið bara til guðs að helvítið verði heilsuhraust og langlíft, þannig að hann geti setið sem lengst inni, dauðinn er of góður fyrir svona menn. Ég veit ekki með aðra en þetta mál hefur fengið gífurlega á mann, maður vissi bara ekki að fólk gæti verið svona rosalega sjúkt og illa inrætt og hvað þá gagnvart eigin barni/börnum
Solla Bolla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:23
nákvæmlega! er þér innilega sammála.
Bogga (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:28
Þetta mál er algjör hryllingur.
Spurningin er hvernig svona perónuleikar verða til.
Josef Fritzl sætti hroðalegum misþyrmingum og kúgun af hálfu móður sinnar.
Sérfræðingar teja manninn haldinn geðklofa.
Sjá
"Josef Fritzl: The making of a monster"
http://www.independent.co.uk/news/europe/josef-fritzl-the-making-of-a-
monster-820370.html
Sjá einnig:
"Den österrikiske rättspsykologen Reinhard Haller anser moderns misshandel
troligen har skapat ett maktkomplex hon honom, det vill säga ett starkt
behov av att utöva makt över andra."
http://www.expressen.se/nyheter/1.1146675/barndomen-gjorde-honom-till-
monster
Jón (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.