Ísland er land þitt......

Pólitík, tja eða bara hjólatík eins og þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni sögðu hér forðum daga. 

Eitt það furðulegasta fyrirbæri sem á  Íslandi finnst í dag er einmitt pólitíkin, ekki þykir mér nú mikið til þessa fólks koma sem þar er allsráðandi og stjórnar landinu eins og hópur sirkustrúða, en það er ég viss um að ef honum Dabba hefði verið fleygt á dyr seðlabankans í upphafi kreppunnar þá hefðu ekki orðið þessi miklu mótmæli og læti, ekki það að auðvitað er allt í lagi að mótmæla, en kannski var þetta komið aðeins út fyrir öll velsæmismörk, eða ég veit ekki!  en ef þjóðin hefði séð það að forsætisráðherrann ásamt sinni ríkisstjórn hefði verið að gera eitthvað róttækt í málunum þá hefði þetta farið aðeins betur fram, en þetta eru nú bara getgátur í mér, sem þurfa ekki endilega að endurspegla mat þjóðarinnar Smile  En það ætla ég nú að vona að með nýjum forsætisráðherra og nýrri ríkisstjórn fái Davíð að fjúka, ég bara trúi ekki öðru, því það eru sennilega margir sem sitja um það að geta steypt honum af stóli, en Steingrímur J já nei takk það er nú held ég ekki til að bæta ástandið að setja hann inn í þessi mál (jakk).  

En á hinn bóginn þá er ég viss um það að Geir er alveg öndvegis maður (enda fékk hann mitt atkvæði í síðustu kosningum) og Ingibjörg Sólrún alls ekki síðri,  það er bara komin tími á að þessir gömlu refir dragi sig í hlé og hleypi nýju fólki að, enda ekki mikið eftir hjá þeim til að gefa, vonandi að þeirra barátta við þetta ansk... krabbamein sem allstaðar virðist þurfa að troða sér gangi vel. 

Þorgerður Katrín hefur svo sannarlega mikinn kjörþokka, en spurning hvort hún hafi nokkuð þarna að gera eftir þetta allt, vissulega hefði hún átt góðan séns, en hvort þjóðin vill hana í forustu eftir öll hennar persónulegu mál sem komu upp úr kafinu, er ég ekki viss um.  Það er lengi hægt að ræða þessi mál og velta sér uppúr þessu, og gerir fólk það held ég alveg óspart þessa daganna, hvort sem það er í vinnunni, klippingu, í búð heima hjá sér aða bara í saumaklúbb, ástand þjóðfélagsins er á allra vörum, og meira að segja þá er börnin farin að taka eftir því að ekki er allt með feldu, enda kannski í lagi að þau þessi saklausu grey fari að átta sig á því strax hvað bíður þeirra í framtíðinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er naumast að mín er orðin pólitísk.

Kveðja

mamma (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband