Nýtt ár gengið í garð

Og jamm og já, veri velkomið árið 2009.  Alveg finnst mér ótrúlegt hvað tímanum líður, eina stundina er maður allt of ungur til að gera hitt og þetta, en örstuttu seinna þá er maður bara að nálgast það að vera komin á besta aldur, furðulegt!!  Ekki að það sé neitt slæmt, en versta við þetta allt saman er það að það eldast víst líka allir í kringum mann, þá er ég aðallega að tala um mömmur, pabba ,afa, ömmur og þess háttar, fólk sem manni hefur alltaf fundist vera eins og vill alltaf hafa eins, en eldist víst eins og við hin, og hugsunin um það að vera komin á fertugsaldurinn!! gerir það að verkum að þetta fólk er víst bara allt að verða eld æva gamalt Smile

En árið 2008 var bara alveg hreint ágætis ár hjá okkur fjölskyldunni og vorum við nú ekkert að breyta út af vana síðustu ára og fluttumst við búferlum enn eina ferðina, og þykir mörgum við flytja frekar oft, en það sem fólk skilur ekki alveg er það að mér finnst þetta svo sem ekkert slæmt, ég sit þó ekki uppi með haug af einhverju drasli sem er búið að vera inní geymslu í 100 ár ónotað og kemur aldrei til með að verða notað, ó nei ég á ekkert slíkt, það er kosturinn við að flytja annað slagið ,maður er svo duglegur að henda Smile  Ég viðurkenni það nú hins vegar fúslega að ég vona að við getum tekið okkur frí frá flutningum allavega þetta árið, en maður veit aldrei hvað gerist, það eitt mun aðeins tíminn leiða í ljós, t.d þá er leigan kominn uppúr öllu valdi hjá okkur þykir mér og veit ég ekki hversu lengi við hreynlega höldum þetta út, sérstaklega líka þar sem að það er ekki jafn mikil vinna hjá iðnaðarmanninum mínum sökum "fukkings" KREPPUNNAR, en ekkert kvart og kvein hér takk...! 

Áramótaheitið mitt þetta árið er að reyna að fara oftar suðu á bóginn til að njóta samvista við mína frábæru fjölskyldu sem ég hitti allt of sjaldan, já og svo náttúrulega missa 10 kíló fyrir næstu jól og hætta að naga neglurnar LoL

nó þvaður í bili

síja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla stela áramótaheitunum þínum öllum, nema að ég ( eða við) ætla að vera duglegri við að koma norður og heimsækja my dear family;)

Tara sys (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband