Alveg að koma jól

Þá styttist verulega í jólin og er maður nú aðeins að byrja að komast í jólaskapið.  Við erum mjög langt komin með gjafirnar og þá er bara að drífa sig í að pakka og senda, svona þar sem nánast allir pakkar sem við gefum fara suður, en við ætlum að sjálfsögðu ekki að fara fet um jólin, vorum að spá í að skella okkur suður, en hvar vill maður helst vera akkúrat á þessum tíma...auðvitað heima hjá sér að hafa það kósý, vildi helst hvergi annarstaðar vera, þó það væri auðvitað æðislegt að vera hjá mömmu og co, flatmaga þar í vellystingum og kruðeríi Smile en við nennum ekki að brasa við þetta, enda vinna hjá kellunni milli jóla og nýjárs.  Auðvitað er nú líka að verða tímabært að gamla settið kannski verði hjá okkur yfir hátíðarnar svona einu sinni Whistling En auðvitað hefur fólk þetta bara eins og það vill.  Við erum að spá í að gefa Birki eitt stykki fjarstýrðan spiderman, allavega þá er það það eina sem hann vill í jólagjöf, er ég nú búin að spyrja hann ófáusinnum og alltaf segir grísinn að hann vilji fjarstýrðan spiderman, málið er bara það að ég veit ekkert hvar slíkt færst eða bara hreinlega hvort það fáist yfir höfuð, maður þarf kannski bara að hringja í þessar stærstu leikfangabúðir landsins og ath hvort slík mubla sé til, en ef einhver hefur hugmynd um þetta þá bara endilega láta mig vita, væri vel þegið að fá smá hjálp.  Anna Karen er hins afskaplega góð móðir og vill ekkert annað en rúm eða skiptiborð svo að hann Rómeó Júlíus hennar þurfi nú ekki að sofa í vagninum sínum eitthvað mikið lengur,  tja og svo þykir dömunni nú ekki mikið varið í það að skipta alltaf á honum bara á gólfinu eða brasast við það í einhverjum annarlegum stellingum í sófanum, þannig að skiptiborð eða rúm skal það vera handa henni í ár.

Jæja ekki meira í bili

góðar stundirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei. Þau fara ekki fet. Ég ætla ekki að hugsa um hann bróður okkar...

Tara sys (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:43

2 identicon

Já sæll.
Hef ekki komið hér inn í ár og aldir liggur við.  Enda ekki mikið að surfa þessa dagana.  Rétt kíki inn á facebook.
En gaman að þú sért ennþá með síðuna gangandi :) hihi.

Leiðinlegt að sjá ykkur ekkert yfir hátíðirnar, en eins og þú segir...heima er bezt :)
Ég er einmitt í þessum pakkanum.  Langar svooo að vera bara heima og slappa af, helst í náttfötum og í inniskóm.  Við höfum auðvitað verið á flakki og búið í ferðatöskum undanfarin 4 jól.  Kominn tími á smá kósíheit og chill.
Þið eruð samt alveg velkominn í smá kalkún og gúmmulaði um áramótin ef ykkur er farið að leiðast ..hihi.  :)  það verður örugglega brjálað stuð hérna hjá okkur.  Er að vonast til að geta skotið  upp með Pétri :)
knús á línuna.
beikeríbeik.

Beikonið. (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bogga

Bogga
Útivinnandi eiginkona og móðir, jafnframt áhugamanneskja um hin ýmsu heimsmál.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband